Thomsen Reykjavík
Verið velkomin
Thomsen Reykjavík er nýtt, íslenskt fatamerki og verslun sem opnaði dyr sínar haustið 2024 á Hafnartorgi. Við bjóðum upp á klassísk og tímalaus snið úr vönduðum efnum með fágun, þægindi og skandinavíska klæðahefð að leiðarljósi.
Við leggjum áherslu á vandaðar og endingargóðar flíkur sem þú munt nota og njóta árum saman.
Við hlökkum til að taka á móti þér.
Ilmurinn
Thomsen heimurinn
Lykt getur haft ótrúleg áhrif og mismundani ilmir kalla fram mismunandi tilfinningar.
Við fengum ilmlistakonuna Sonju Bent hjá nordic angan til þess að skapa ilm sem fangar Thomsen andann og niðurstaðan er hreint út sagt dásamleg.
Tónlistin
Thomsen Heimurinn
Hjá Thomsen leggjum við mikið upp úr heildarmynd Thomsen Reykjavík fyrir upplifun viðskiptavina okkar. Tónlist talar við skilningarvitin rétt eins og fallegir hlutir. Tónlistin sem notuð er á bakvið myndböndin okkar er samin af Gunna Hilmarssyni og Arnari Guðjónssyni og endurspeglar hún Thomsen heiminn og er samin út frá honum.
Inréttingarnar
Thomsen heimurinn
Okkur þótti mikilvægt að útlit og innréttingar fyrstu Thomsen Reykjavík verslunarinnar myndi endurspegla heim merkisins og vera í fullkomnum takti við fatnaðinn.
Það var lagt upp með að skapa hlýlegan handgerðan heim þar sem að einfaldir fallegir fletir mæta hrjúfari handgerðum áferðum. Rétt eins og íslenks náttúra er bæði með sléttur, jökla og hálendi. Litirnir eru eins og náttúran á fallegum vordegi. Smiðir okkar og meðhönnuðir voru Alexander Hugo Gunnasson og Dylan Vd Kleij