Jakkaföt sniðin að þínum þörfum
Sérsaumur Thomsen Reykjavík
Við leggjum metnað okkar í að viðskiptavinum okkar líði vel í fötunum frá okkur og að allir finni eitthvað við sitt hæfi og tilefni. Við bjóðum því upp á sérsaumuð jakkaföt framleidd af einni glæsilegustu verksmiðju Evrópu með áratuga reynslu. Við bjóðum upp á mikið úrval efna frá fremstu efnamyllum heims.
Hvernig er ferlið?
Þú hefur samband við okkur í síma 517-3700 eða sendir póst á thomsen@thomsenrvk.is og við finnum tíma sem hentar í máltöku.
Þegar þú kemur til okkar tökum við á móti þér og setjum málin þín inn í kerfið. Við tökum tillit til vaxtalags og líkamsstöðu og sjáum til þess að fötin sitji sem best á þér, séu þægileg og þér líði vel. Í sameiningu finnum við snið sem þér líkar, þú getur valið fjölda hnappa á jakkann og vestið, hvort þú vilt hafa fötin tvíhneppt eða ekki, hversu volduga boðunga þú vilt hafa og margt fleira.
Við hjálpum þér að finna efni í fötin sem þér líkar. Við höfum aðgang að hundruðum efna frá fremstu framleiðendum í Evrópu, allt frá léttum, sumarlegum efnum upp í þykk og voldug ullarefni. Þú hefur svo tækifæri til að velja úr mismunandi tölum, litum á þræði og fóður innan í jakkann. Við erum þér innan handar í gegnum allt ferlið og hjálpum þér að setja saman draumafötin.
Þegar niðurstaða er komin og allt hefur verið valið þá sendum við fötin beint í framleiðslu. Við miðum við að fötin séu svo komin til okkar að þremur vikum liðnum. Athugið að hægt er að biðja um flýtimeðferð gegn gjaldi. Síðan þegar fötin eru komin þá kemur þú til okkar í lokamátun og við göngum úr skugga um að allt sé eins og það á að vera og þú ferð svo með fötin á vit ævintýranna.
VERÐSKRÁ
-
Jakkaföt
-
JAKKAFÖT - Jakki og buxur
Verð frá: 129.900 kr. -
JAKKAFÖT - Jakki, buxur og vesti
Verð frá: 172.900 kr.
-
Stakar flíkur
-
JAKKAFATAJAKKI
Verð frá: 89.900 kr. -
VESTI
Verð frá: 43.900 kr. -
BUXUR
Verð frá: 39.900 kr. -
FRAKKI
Verð frá: 109.900 kr.