Vilhelm er fallegt, sex hnappa vesti án boðunga. Vestið er partur af þriggja hluta jakkafötum en er einnig selt stakt. Vestið er úr fallegu ullarefni og er sama efni notað í bakið. Aftan á vestinu er ól sem notuð er til að þrengja eða víkka vestið.
Öll jakkafötin okkar eru framleidd eftir ströngum gæðastöðlum og efnin eru sérvalin frá fremstu efnamyllum Evrópu.
- 98% - Wool
- 1% - Polyamide
- 1% - Elastane