Hvernig á að klæða sig um jólin?
|
Written by: Thomsen Reykjavík
|
Published on
Í desember eru fjölmörg tilefni til þess að klæða sig upp, hvort sem það er jólahlaðborð með vinnunni, þorláksmessuröltið með fjölskyldunni eða notalegheit upp í sófa með nýju jólabókina, þá eigum við hjá Thomsen Reykjavík réttu fötin fyrir þig. Við leggjum mikið upp úr að vera með föt fyrir öll tilefni, allt frá sokkum og hettupeysum upp í ullarfrakka og vönduð jakkaföt úr bestu fánlegu efnum. Hér að neðan ætlum við að koma með nokkrar uppástungur og ráðleggingar fyrir komandi jólaös.
Jólahlaðborðið með vinnunni eða stórfjölskyldunni er kjörið tækifæri til þess að klæða sig upp. Það er svo skemmtilegt að sjá alla saman komna í sínu fínasta, gleðjast og borða sig södd af hangikjöti, síld og öllu tilheyrandi.
En í hvað á að fara? Hér myndum við mæla með að fara í falleg, klassísk jakkaföt. Dökkblá eða jafnvel teinótt þriggja hluta jakkaföt eru einstaklega hátíðleg og falleg. Jakkafötin frá okkur eru í klassískum sniðum sem henta flestum og koma í dásamlega mjúkum, ítölskum ullarefnum frá Marzotto.
Skyrtan þarf líka að vera snyrtileg og vel straujuð. Það er ýmislegt sem gengur við blá jakkaföt. Hvít bómullarskyrta er eitthvað sem klikkar seint en það má líka fara í fallega ljósbláa skyrtu, jafnvel bleika eða brúnteintótta. Ísaks skyrturnar frá Thomsen Reykjavík eru virkilega sparilegar, úr vandaðri bómull og með stífum, víðum kraga sem stendur vel einn og sér eða með litríku bindi.
Leðrið má síðan ekki vanta. Til þess að fullkomna lúkkið þarf að velja réttu skónna og belti í stíl. Ef þú velur þér að fara í blá jakkaföt þá er tilvalið að fara í fallega brúna eða camellitaða spariskó. Berwick skórnir hjá Thomsen eru vandaðir, spænskir leðurskór sem við höfum sérvalið til þess að passa með jakkafötunum okkar. Síðan er best að grípa leðurbelti í lit sem tónar vel við skónna.
Þá ættir þú að vera klár í jólahlaðborðið!
Það er ekki ólíklegt að það verði kalt á Þorláksmessu og ef þú ætlar að kíkja á rölt um bæinn þá er aðeins eitt í stöðunni. Það er að fara í hlýja og góða peysu. Mikilvægi þess að eiga fallega peysu úr ull verður seint ofmetið.
Við hjá Thomsen Reykjavík pössuðum okkur á því frá fyrsta degi að eiga gott úrval af peysum. Hjá okkur finnur þú þykkar og notalegar rúllukragapeysur, léttar ullarpeysur sem henta vel undir jakka og líka hnepptar peysur sem eru fallegar yfir skyrtu og hitta alltaf í mark hjá mömmu.
Það þarf líka að passa að fara í góða yfirhöfn. Veglegur ullarfrakki stendur alltaf fyrir sínu og er upplagt að fara í einn slíkan yfir jólapeysuna áður en haldið er út í kuldann. Í versluninni hjá okkur finnur þú ullarfrakka í mörgum litum, bæði tvíhneppta og með einni hneppingu.
Það er svo glapræði að fara út í kuldann án þess að vera með húfu og trefil. Maður sér seint eftir því að vefja góðum ullartrefli um hálsinn á meðan maður kaupir síðustu jólagjafirnar og sötrar heitt súkkulaði fyrir framan tréð á Austurvelli.
Þó svo að jólin séu tími veisluhalda og samveru að þá er alltaf svo notalegt þegar það kemur rólegur tími á milli jóla og nýárs. Tími þar sem gott er að fara í þægilegu fötin og leggjast upp í sófa með jólabókina, konfektið og kaffibolla.
Við hjá Thomsen Reykjavík erum nefninlega ekki bara í ullarfrökkum og jakkafötum. Við kunnum að meta kósíheit og þá finnst okkur gott að fara í þykka og mjúka hettupeysu. Við eigum bæði til hettupeysur úr bómull en líka alveg æðislega notalegar hettupeysur úr 100% ull sem er alveg ekta jóla.
Svo er bara að fara í góða, þykka sokka og demba sér í lesturinn.
Þá ættir þú að vera klár í desember. Í netversluninni okkar geturðu séð allar vörurnar sem við höfum til sölu og er lítið mál fyrir okkur að senda þær heim að dyrum. Síðan er opið í glæsilegri verslun okkar á Hafnartorgi í allan desember og bíður starfsfólk okkar spennt eftir því að taka á móti þér.
Kveðja, Thomsen Reykjavík